Gestir Bræðslunnar minntir á að fara Tungu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. júl 2022 13:05 • Uppfært 21. júl 2022 13:06
Vegagerðin minnir vegfarendur á leið til Borgarfjarðar, sem má búast við að verði þó nokkrir næstu daga vegna Bræðslunnar, á að fara út Tungu og yfir hjá Lagarfossi til að komast leiðar sinnar.
Framkvæmdir eru á Borgarfjarðarvegi utan Eiða. Þær ganga vel en vegurinn er leiðinlegur á þessum kafla meðan þær eru í gangi.
Vegavinna er víðar í gangi eystra. Utan við Hallormsstað er unnið að fræsingu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við truflunum á umferð þar næstu vikurnar.
Málningarbíll er á ferð í Fáskrúðsfjarðargöngum í dag. Þar eru vegfarendur beðnir um að fara með gát.
Framkvæmdir við nýja vegi standa yfir við Ásklif í Fellum og á leiðinni að Stuðlagili á Jökuldal. Varað er við ósléttum vegi yfir Öxi.