Skip to main content

Gistinóttum fjölgaði um 26% á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. okt 2022 09:31Uppfært 31. okt 2022 09:41

Ferðamönnum sem gistu á hótelum á Austurlandi fjölgaði um 26% í september miðað við sama mánuð í fyrra. Nýting og framboð á hótelherbergjum í fjórðungnum jókst hinsvegar aðeins um 0,5% á milli þessara mánuða.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að gistinætur á skráðum gististöðum á landinu öllu voru um 853.500 í september síðastliðnum og er það aukning um 27% frá fyrra ári. Ferðamenn eru yfir 7 milljónir talsins á fyrstu 9 mánuðum ársins og hafa aldrei verið fleiri.

Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 81% gistinátta, eða um 853.500, sem er 37% aukning frá fyrra ári. Gistinætur Íslendinga voru um 161.000 sem er 4% samdráttur frá fyrra ári.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 26% á Austurlandi og er fjölgunin meiri en á Norðurlandi (14%) og Suðurnesum. Hún er hinsvegar töluvert minni á öðrum svæðum eins og Höfuðborgarsvæðinu (47%) og Suðurlandi (37%)

Þegar kemur að framboði og nýtingu á hótelberbergjum er hækkun þess milli ára áberandi lægst á Austurlandi eða aðeins 0,5% frá september í fyrra þar til í september í ár. Til samanburðar jókst framboð og nýting um 11,8% á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali var aukningin 8,2% á landinu í heild.