Skip to main content

Gul viðvörun fyrir Suðausturland

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. júl 2022 11:03Uppfært 27. júl 2022 11:04

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland vegna hvassviðris og rigninga.

Spáin út daginn og fram á kvöld gerir ráð fyrir allt að vindi allt að 15 metrum á sekúndu og talsverðri eða mikilli rigningu. Fastlega má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem gæti leitt til flóða og skriðufalla og mögulega valdið tjóni og truflað samgöngur.

Fólk á svæðinu er hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að koma í veg fyrir hugsanleg vatnstjón.

Hvasst og blautt á stóru svæði frameftir degi samkvæmt spám Veðurstofu Íslands. Mynd Flickr/FredDiggens