Gul viðvörun vegna slyddu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. okt 2022 13:59 • Uppfært 06. okt 2022 14:17
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austurland að Glettingi í kvöld og fram undir hádegi á morgun.
Viðvörunin gildir frá klukkan sjö í kvöld til hádegis á morgun. Á þessum tíma er spáð vestan 10-15 m/s og síðan norðvestan 8-13 m/s með slyddu við ströndina eða snjókomu til fjalla.
Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að miklar líkur séu á slydduísingu á innviði og vegi. Fólki er bent á að ganga vel frá utandyra og koma búfénaði í skjól. Miklar líkur eru á að færð spillist og ekkert ferðaveður verði meðan viðvörunin gildi.