Gullver með fullfermi eftir stuttan túr
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. okt 2022 14:11 • Uppfært 18. okt 2022 14:11
Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi í heimahöfn á Seyðisfirði í gærdag eftir rúmlega fjögurra sólarhringa túr.
Á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að aflinn var 115 tonn, mest þorskur og ufsi.
„Þarna er um afar góðan fisk að ræða sem hentar vel fyrir vinnsluna,“ segir Ómar Bogason rekstrarstjóri frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í samtali á heimasíðunni.
Á Seyðisfirði er fiskurinn mest unninn í ferska hnakka og bakflök. Skipstjóri í veiðiferðinni var Þórhallur Jónsson en aflinn fékkst í Berufjarðarálnum, á Hvalbakshalli og norður fyrir Örvæntingu. Aflinn var jafn allan túrinn og fékkst sem fyrr segir á rúmum fjórum sólarhringum.
Gullver hélt til veiða strax að löndun lokinni.
Mynd:Þorgeir Baldursson/svn.is
„Þarna er um afar góðan fisk að ræða sem hentar vel fyrir vinnsluna,“ segir Ómar Bogason rekstrarstjóri frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í samtali á heimasíðunni.
Á Seyðisfirði er fiskurinn mest unninn í ferska hnakka og bakflök. Skipstjóri í veiðiferðinni var Þórhallur Jónsson en aflinn fékkst í Berufjarðarálnum, á Hvalbakshalli og norður fyrir Örvæntingu. Aflinn var jafn allan túrinn og fékkst sem fyrr segir á rúmum fjórum sólarhringum.
Gullver hélt til veiða strax að löndun lokinni.
Mynd:Þorgeir Baldursson/svn.is