Gullver með fullfermi fyrir árshátíð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. okt 2022 17:13 • Uppfært 26. okt 2022 17:13
Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi eða 115 tonnum í heimahöfn á Seyðisfirði í dag. Deginum áður en starfmenn Síldarvinnslunnar fara í árshátíðarferð sína til Gdansk í Póllandi.
Fram kemur á vefsíðu Síldarvinnslunnar að uppistaða aflans var þorskur en síðan er mest af karfa og ýsu.
„Það hefur sannast sagna verið hörkufiskirí hérna fyrir austan síðustu vikur. Það hefur víða verið mjög góð veiði,“ segir Steinþór Hálfdanarson skipstjóri Gullvers í samtali á vefsíðunni aðspurður um aflabrögðin.
„Í þessum túr fengum við karfann í Berufjarðarálnum en síðan veiddum við á Fætinum, á Skrúðsgrunni, í Reyðarfjarðardýpinu og enduðum á Tangaflaki. Fyrir utan góða veiði var gott veður og í sannleika sagt gekk allt eins og í sögu. Við lönduðum síðast 20. október og þá var skipið nánast fullt. .... Hér um borð eru allir hinir bröttustu, hvernig á annað að vera,“ segir Steinþór.
Mynd: Gullver „karaður“ að lokinni löndun. Mynd Ómar Bogason.
„Það hefur sannast sagna verið hörkufiskirí hérna fyrir austan síðustu vikur. Það hefur víða verið mjög góð veiði,“ segir Steinþór Hálfdanarson skipstjóri Gullvers í samtali á vefsíðunni aðspurður um aflabrögðin.
„Í þessum túr fengum við karfann í Berufjarðarálnum en síðan veiddum við á Fætinum, á Skrúðsgrunni, í Reyðarfjarðardýpinu og enduðum á Tangaflaki. Fyrir utan góða veiði var gott veður og í sannleika sagt gekk allt eins og í sögu. Við lönduðum síðast 20. október og þá var skipið nánast fullt. .... Hér um borð eru allir hinir bröttustu, hvernig á annað að vera,“ segir Steinþór.
Mynd: Gullver „karaður“ að lokinni löndun. Mynd Ómar Bogason.