Hækkanir á gjaldskrám Fjarðabyggðar um áramótin
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. nóv 2022 10:13 • Uppfært 01. nóv 2022 10:27
Margir helstu gjaldaliðir í Fjarðabyggð hækka um næstu áramót um tæp fimm prósent sem er í takti við vísitöluhækkanir í landinu.
Þetta er annað árið í röð sem gjaldskrárhækkanir yfir línuna eru samþykktar í sveitarfélaginu. Í fyrra hækkuðu flestir liðir um 2,4 prósent en hækkunin nú er töluvert meiri eða rétt tæp fimm prósent.
Meðal gjaldaliða sem hækka um áramótin um 4,9 prósent má nefna vatns- og hitaveitu, fráveitu auk þess sem gjaldskrá fjarvarmaveitu hækkar að sama skapi. Gjöld fyrir frístundaheimili, leik- og tónlistarskóla hækka um sömu prósentutölu. Þá verður hundrað krónum dýrara að heimsækja söfn sveitarfélagsins eftir áramótin en nú er.