Hæsti hiti júnímánaðar á Egilsstöðum og Hallormsstað
Hæstur hiti á landinu í júnímánuði mældist á Egilsstöðum og Hallormsstað þann 19. þess mánaðar en þá náði mælirinn upp í 24,4 stig á báðum stöðum.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Veðustofu Íslands á tíðafari i liðnum júnímánuði. Hlýjast var á Suðausturlandi, Austfjörðum og við suðurströndina en á öllum þremur stöðum var meðalhiti yfir meðaltali síðustu tíu ára. Annars staðar í landinu var meðalhitastig júnímánaðar kaldara en að meðaltali. Mest hitafrávik mældist á Teigarhorni við Djúpavog þar sem hiti var 0,8 stigum yfir meðallaginu.
Veðurfræðingarnir segja almennt að tíðarfar hafi verið nokkuð hagstætt. Vindur almennt nærri meðaltali og hlýtt fyrri hluta mánaðarins eða fram til 23. júní þegar óvenju kalt var í vikutíma norðan- og norðaustanlands. Þá daga mældist næturfrost víða í byggð.
Til gamans má geta þess að hitasumarið mikla í fyrra náði hitastig hæstu hæðum á Hallormsstað líka eða rúmlega 29 stigum þegar heitast var.
Atlavík á Hallormsstað er heitur staður í fleiri en einni merkingu hvert sumar.