Hátt í 30 króna munur á eldsneytislítranum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. sep 2022 09:53 • Uppfært 05. sep 2022 10:10
Það munar 24,3 krónum á lægsta lítraverð á bensíni milli höfuðborgarsvæðisins og Austurlands en 26,7 krónum á dísellítranum.
Þetta má sjá í gögnum á vefnum gsmbensin.is.
Þrjár stöðvar Orkunnar eru lægstar með 301,7 kr. á lítrann. Níu aðrar stöðvar keppinautanna í Atlantsolíu, ÓB og N1 eru 0,1 krónu dýrari. Algengt verð á höfuðborgarsvæðinu er 325 kr/ltr.
Verð undir því lægsta er aðgengilegt á fjórum stöðvum sem skiptast milli olíufélaganna á Akureyri en í Borgarnesi kostar lítrinn 314 krónur.
Ódýrasta bensínið eystra er á þremur stöðvum Orkunnar á Egilsstöðum, Eskifirði og Neskaupstað, 325 kr/ltr. Lítið dýrari er dropinn hjá Atlantsolíu Egilsstöðum og Ólís í Fellabæ. Á flestum öðrum stöðvum eystra er verðið um 328 kr., dýrast hjá N1 328,2 kr.
Munurinn á að fylla á 50 lítra tank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu miðað við á Austurlandi er því rúmar 1.200 krónur.
Svipaða sögu er að segja af díesl. Lægst finnst það á fyrrnefndum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu, um 309 kr/ltr., Það verð má einnig finna á Akureyri en er 316 kr. í Borgarnesi. Algengt verð á höfuðborgarsvæðinu er 326,7 kr.
Hjá Orkunni Egilsstöðum kostar það 325,7 en 0,1 kr. meira hjá Olís í Fellabæ og Atlantsolíu. Á Orkustöðvunum á Eskifirði og í Neskaupstað kostar lítrinn 326,7 kr. en 328,7 á öðrum stöðvum Orkunnar eystra. Stöðvar Olís eru síðan 0,1 kr. dýrari en 0,2 hjá N1.