Hefja söfnun til styrktar Vaski

Vinir og velunnarar fjölskyldunnar sem rekið hefur fyrirtækið Vask á Egilsstöðum, sem missti húsnæði sitt í gær, hafa hafið söfnun til stuðnings hópnum.

„Áfallið er gríðarlegt fyrir þau bæði tilfinningalega og fjárhagslega og viljum við reyna að létta aðeins undir með þeim og hvetja þig til að „kaupa“ eins og eina jólagjöf sem þú hefðir líklega gert fyrir þessi jólin í vaski og gefa Vaski hana.

Einnig hverjum við fyrirtæki sem hafa nýtt sér þeirra þjónustu að gera slíkt hins sama,“ segir í texta sem fylgir söfnuninni.

Vaskur hefur bæði leigt og þvegið rúmföt, dúka og annað léreftsefni til gististaða svo að segja frá Mývatni í norðri til Hornafjarðar í suðri. Í versluninni hafa verið ýmsar rekstrarvörur sem og tómstundavörur fyrir almenning svo sem barnaleikföng, prjónavörur, útivistargræjur og hljóðfæri. Það er fjölskyldufyrirtæki sem á sér ríflega 25 ára sögu en það var upphaflega stofnað sem Hraðhreinsun Austurlands.

„Það er rosalegur missir af Vaski fyrir okkur öll. Við hugsum til ykkar og vonumst til að sjá Vask rísa aftur.“

Reikningurinn er á nafni Davíðs Kristinsson, hótelstjóra Öldunnar á Seyðisfirði. Kennitalan er: 141077-4149 og reikningsnúmerið 0176-05-010011.

Á þriðja hundrað manns hafa skrifað sent fyrirtækinu stuðningskveðju í athugasemdum við færslu þess á Facebook frá í gær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.