Höfuðið enn ófundið
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. ágú 2022 16:17 • Uppfært 15. ágú 2022 16:24
Engar vísbendingar hafa enn komið fram sem geta hjálpað í leitinni að brjóstmynd af Þorsteini Valdimarssyni skáldi, sem hvarf úr Hallormsstaðarskógi í síðustu viku.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er rannsóknin enn á byrjunarreit þar sem ekki hafa komið fram neinar vísbendingar.
Höfuðið, sem staðið verið hefur á stalli sínum í Trjásafninu í áratugi, hvarf af honum um miðja síðustu viku og svo virðist sem það hafi verið brotið af. Starfsmenn Skógræktarinnar og lögreglunnar hafa síðan leitað þess en án árangurs.
Lögreglan óskar eftir að þau sem kunna að hafa upplýsingar um hvarfið hafi samband í síma 444-0600 eða á netfangið
Helgin var annars frekar róleg hjá lögreglunni á Austurlandi. Nítján ökumenn voru kærðir fyrir að keyra of hratt.
Mynd: Skógræktin