Skip to main content

Hreyfingar sem ekki gefa efni til stóraðgerða

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. nóv 2022 11:38Uppfært 28. nóv 2022 11:40

Spáð er þurru veðri á Seyðisfirði næstu tvo dagana. Vatnsþrýstingi sem byggst hefur upp í hlíðinni hefur létt síðasta sólarhringinn.


Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar um aðstæður á Seyðisfirði. Úrkoma þar mældist 17 mm. og lítið hefur rignt frá í gærkvöldi.

Vatnhæð hefur lækkað í öllum borholum nema einni, sem virðist standa í stað. Vatnshæðin er nú álíka há og fyrir helgi en búist er við að hún lækki áfram næstu daga.

Hryggurinn utan við Búðará hefur hreyfst um 12 sm. síðan í byrjun mánaðarins. Það gefur ekki tilefni til aðgerða. Utan hryggjarins er hreyfing minni og var minni í nótt samanborið við síðustu daga.

Óvissustig er áfram í gildi á Austfjörðum og varað við vinnu eða umferð í lækjar- og skriðufarvegum á Seyðisfirði.