Íbúafundur á Stöðvarfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. sep 2022 08:47 • Uppfært 15. sep 2022 08:47
Íbúafundur verður haldinn á Stöðvarfirði í kvöld í tengslum við byggðaþróunarverkefni Sterkur Stöðvarfjörður.
Verkefninu var hleypt af stokkunum í mars með íbúaþingi. Voru þar lagðar niður hugmyndir að verkefnum á staðnum á næstu misserum.
Þær hafa síðan verið í meðferð verkefnisstjórnar. Í kvöld gefst íbúum og öðrum velunnurum Stöðvarfjarðar færi á að ræða verkefnisáætlunina og koma á framfæri athugasemdum.
Fundurinn í kvöld hefst klukkan 18:00.