Íhuga að lýsa Búlandsnesið fjárlaust svæði

Sveitarstjórn Múlaþings skoðar nú hvort fýsilegt sé að lýsa Búlandsnesið formlega fjárlaust svæði.

Þetta staðfestir Gauti Jóhannesson, fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi, við fyrirspurn Austurfréttar en á Búlandsnesinu er meðal annars öflug skógrækt á vegum Skógræktarfélags Djúpavogs.

Gauti segir að með því að lýsa formlega yfir fjárleysi á svæðinu leggist ríkari skyldur á Vegagerðina vegna viðhalds og umsýslu þorpsgirðarinnar en fyrir nokkru síðan var girt þvert yfir nesið frá botni Hamarsfjarðar og út fyrir Búlandsá og þá teknar niður girðingar sem umlukt höfðu skógræktina á svæðinu.

Búlandsnesið liggur milli Hamarsfjarðar og Berufjarðar og á því norðarverðu stendur þorpið Djúpavogur. Mynd Múlaþing

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.