Skip to main content

Jólatré úr hreindýrshornum til sölu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. okt 2022 08:25Uppfært 18. okt 2022 08:25

Forláta jólatré úr hreindýrshornum er nú til söu á Breiðdalsvík. Það er grenjaskyttan Jóhann Steindórson sem er að selja tréið en hornum í það hefur hann safnað saman í fjölda ára á refaveiðum á sumrin.


„Þetta hefur staðið í stofunni hjá mér undanfarin ár. Ég hef sett ljós inn í það og þannig er það verulega fallegt,“ segir Jóhann. Tréið er yfir tveir metrar á hæð og um 300 kíló á þyngd.

Jóhann segir að allt séu þetta fellihorn sem þykja afbragðs smíðaefni og honum skilst að sem slík sé hægt að fá gott kílóverð fyrir þau.

„Ég hafði samt hugsað mér að reyna að selja tréið í heilu lagi til að byrja með, og þá helst til hótels eða fyrirtækis þar sem þetta er orðið svo stórt,“ segir Jóhann. „Ef það gengur ekki má athuga með að selja stök horn úr því.“

Eins og fyrr segir er Jóhann grenjaskytta í Breiðdal en hann á einnig bát og hefur stundað strandveiðar á sumrin.