Kristrún Frostadóttir með opinn fund eystra í dag

Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar, er á ferð um Austfirði og stendur fyrir opnum fundi á Eskifirði í dag.

Kristrún fór um Austfirði í vor, þá sem sem óbreyttur þingmaður flokksins, þegar hún hélt alls 37 fundi um land allt.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formannsframbjóðandi í Samfylkingunni, hefur boðað til fundar í dag í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Fundurinn er opinn öllum og hefst kl. 17:00.

„Ég átti góða fundi á Austurlandi síðasta vor — á Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði og í Höfn. Nú er ég að taka annan hring um landið og verð með opinn fund á Eskifirði. Og í þetta sinn sem frambjóðandi til formanns í Samfylkingunni, jafnaðarmannaflokki Íslands,“ segir Kristrún í tilkynningu.

Fundurinn í kvöld hefst í Tónlistarmiðstöðinni klukkan 17:00 í kvöld. Kristrún verður með framsögu en leitast síðan eftir samtali og ólíkum sjónarmiðum í afslöppuðu umhverfi.

„Það kemur ekkert í staðinn fyrir beint samtal við fólk. Ég vil eiga opið samtal og svara spurningum. Og ég vil segja betur frá þeim hugmyndum sem ég setti fram í Iðnó um daginn þegar ég tilkynnti framboðið. Þær hafa greinilega vakið athygli víða. Ég vil að við jafnaðarmenn förum aftur í kjarnann og náum virkari tengingu við venjulegt fólk um land allt, líka fólk sem er ekkert endilega alltaf á sömu línu og ég í pólitík!“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.