Kynntu sér hagi flóttafólksins frá Úkraínu

Nokkur fjöldi fólks gerði sér ferð í hús Rauða kross Íslands á Egilsstöðum um helgina en þá bauðst gestum að heilsa upp á fyrsta flóttamannahópinn sem hingað kom frá Úkraínu.

Hópurinn, fimmtán karlmenn og ein kona, komu hingað austur fyrir einum og hálfum mánuði síðan en hópurinn dvelur allur á Eiðum. Nokkur fjöldi þeirra er þegar kominn í vinnu enda sár skortur á vinnuafli á fjölmörgum stöðum hér austanlands.

Aðspurð út í aðstæðurnar á Eiðum og tilfinninguna við að vera komin hingað austur voru allir fegnir að komast frá stríðsátökum og hraðversnandi aðstæðum í heimalandinu. Fólkið sömuleiðis sammála að móttökurnar hefðu verið afar góðar hér fyrir austan, ýmislegt væri í boði bæði til dægrastyttingar og eins hjálp við að koma sér inn í menninguna hérlendis.

Að sama skapi voru flestir á því að gott væri að vera á Eiðum og öll aðstaða þar fín þó reyndar nokkrum finndist staðurinn helst til langt frá næsta þéttbýli. Rútuferðir til og frá eru þó reglulega í boði milli Eiða og Egilsstaða fyrir hópinn.

Opið hús var hjá Rauða krossinum á Egilsstöðum á laugardaginn var og þar hægt að kynnast fyrsta stóra hóp flóttamanna frá stríðshrjáðri Úkraínu sem kemur hingað austur á land.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.