Launafl framúrskarandi fyrirtæki í 11 ár
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. okt 2022 11:34 • Uppfært 24. okt 2022 11:35
Iðnfyrirtækið Launafl á Reyðarfirði náði þeim áfanga nýlega að vera á lista Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki ellefta árið í röð. Fyrirtækið hefur því verið á listanum nær frá upphafi en 13 ár eru síðan Creditinfo fór að birta listann.
Magnús Hilmar Helgason framkvæmdastjóri Launafls er að vonum ánægður með þennan árangur og að fyrirtæki hans hefur verið á þessum lista svo lengi samfellt.
„Það hefur góð áhrif á okkar rekstur að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja,“ segir Magnús Hilmar. „Slíkt byggir upp traust á rekstrinum hjá viðskiptavinum okkar.“
Starfsmannafjöldi Launafls er á svipuðum slóðum nú og hann var fyrir 11 árum síðan eða 135 starfsmenn þá á móti 110 núna. Af þessum 135 starfsmönnum fyrir 11 árum voru 30 í framleiðslustörfum hjá Alcoa.
Magnús segir að núna noti þeir verktaka sem ekki þekktist hjá fyrirtækinu fyrir 11 árum og eru þeir 15 af 110 starfsmönnum í dag.
´
„Það hefur verið nóg að gera hjá okkur undanfarið og verkefnastaðan er góð,“ segir Magnús Hilmar.
Mynd: Magnús Hilmar Helgson. Mynd: Aðsend.
„Það hefur góð áhrif á okkar rekstur að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja,“ segir Magnús Hilmar. „Slíkt byggir upp traust á rekstrinum hjá viðskiptavinum okkar.“
Starfsmannafjöldi Launafls er á svipuðum slóðum nú og hann var fyrir 11 árum síðan eða 135 starfsmenn þá á móti 110 núna. Af þessum 135 starfsmönnum fyrir 11 árum voru 30 í framleiðslustörfum hjá Alcoa.
Magnús segir að núna noti þeir verktaka sem ekki þekktist hjá fyrirtækinu fyrir 11 árum og eru þeir 15 af 110 starfsmönnum í dag.
´
„Það hefur verið nóg að gera hjá okkur undanfarið og verkefnastaðan er góð,“ segir Magnús Hilmar.
Mynd: Magnús Hilmar Helgson. Mynd: Aðsend.