Leðurblaka barst í hendur Náttúrstofu Austurlands
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. okt 2022 14:53 • Uppfært 27. okt 2022 14:53
Leðurblaka barst til Náttúrustofu Austurlands í vikunni. Hún fannst hún um borð í skipi á veiðum í Rósagarðinum nokkuð djúpt SA af Íslandi fyrir um það bil viku síðan.
Þetta kemur fram á vefsíðu stofunnar. Þar segir að skipverjar náðu að fanga hana lifandi en var hún í andaslitrunum þegar komið var að landi.
Um er að ræða leðurblöku af tegundinni trítilblaka (Pipistrellus nathusii). Sú tegund hefur fundist hér á landi nokkru sinnum, en aðalheimkynni hennar eru austanverð Evrópa. Er þetta í fjórða skipti frá árinu 2014 sem Náttúrustofa Austurlands fær tilkynningu um leðurblöku.
Á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað má sjá uppstoppaða trítilblöku einmitt þá sem barst til okkar árið 2014, að því er segir á vefsíunni.
Mynd: Facebook
Um er að ræða leðurblöku af tegundinni trítilblaka (Pipistrellus nathusii). Sú tegund hefur fundist hér á landi nokkru sinnum, en aðalheimkynni hennar eru austanverð Evrópa. Er þetta í fjórða skipti frá árinu 2014 sem Náttúrustofa Austurlands fær tilkynningu um leðurblöku.
Á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað má sjá uppstoppaða trítilblöku einmitt þá sem barst til okkar árið 2014, að því er segir á vefsíunni.
Mynd: Facebook