Leita að konum sem skara fram úr í atvinnulífinu

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) óskar eftir tilnefningum um konur sem hafa skarað fram úr í atvinnulífinu á einn eða annan hátt. Slíkar viðurkenningar hefur félagið veitt árlega frá 1999.

Veittar eru viðurkenningar í þremur flokkum. Í fyrsta lagi fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða að vera öðrum konum í atvinnulífi sérstök hvatning og fyrirmynd. Í öðru lagi fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar og í þriðja lagi fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Þannig var Lára Vilbergsdóttir, sem stendur nú að baki Húsi handanna á Egilsstöðum, sú fyrsta til að hljóta verðlaunin fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar þegar þau voru veitt.

Sjö manna dómnefnd fer yfir innsendar tillögur og ákveður hverjar það verða sem hljóta verðlaunin við athöfn í Reykjavík í lok janúar. Í tilkynningu frá félaginu er óskað eftir tilnefningum af öllu landinu þannig að ólíkar konur komist á blað. Tekið er við þeim í gegnum vef félagsins.
 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.