
Lengri bið eftir nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði
„Þetta helgast af skorti á íhlutum í bygginguna og erfitt að segja til um hvort eitthvað frekar kemur upp á en við vonum að svo verði ekki,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar.
Ljóst er orðið, sökum seinkunar á aðföngum frá erlendum birgjum, að nýtt íþróttahús á Reyðarfirði opnar ekki fyrir starfsemi fyrr en í byrjun nóvember í besta falli. Töluverð seinkun hefur orðið á byggingu hússins sem er stór 1500 fermetra viðbygging við núverandi íþróttahús bæjarins auk 200 fermetra tengibyggingar. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að hægt yrði að taka húsið í notkun haustið 2021 eða fyrir tæpu ári síðan.
Haraldur segir að tafirnar muni ekki hafa áhrif á skóla- eða íþróttastarf í bænum. „Það verður engin röskun á því enda er hægt að nota gamla íþróttahúsið þangað til hið nýja verður tilbúið.“
Verulegar tafir orðið á byggingu nýs íþróttahúss á Reyðarfirði en nú standa vonir til að verkinu ljúki í nóvember næstkomandi. Mynd Fjarðarbyggð