Líklegt að fuglaflensa valdi súludauða
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. ágú 2022 13:36 • Uppfært 22. ágú 2022 13:39
Matvælastofnun telur líklegt að fjöldi dauðsfalla í súlum, skúmi og helsingjum á Austurlandi séu af völdum fuglaflensu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að frá í júlí hafi henni borist tilkynningar um veikar og dauðar súlur á Austurlandi sem sé líklegt að hafi drepist úr fuglaflensu. Það sem af er ári hafi verið tilkynntum 450 veikar eða dauðar súlur en trúlega hafi mun fleiri drepist.
Þá hefur orðið vart við aukin dauðsföll meðal skúma og helsinga á svæðinu í sumar. Fuglaflensa hefur greinst í báðum tegundum hérlendis. Þá hefur flensan nýverið verið staðfest í kríum af Suðausturlandi.
Ráðleggingar til eigenda alifugla um að hleypa þeim ekki undir beran himinn eru því áfram í gildi og verða það trúlega fram á vetur. Matvælastofnun ítrekar beiðnir sínar til almennings um að tilkynna um veika og dauða villta fugla sem finnast.
Besta leiðin til að tilkynna er að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar en einnig er hægt að hringja í síma 530 4800 á opnunartíma stofnunarinnar eða senda tölvupóst á netfangið