Líneik Anna vill enn úttekt á tryggingavernd
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. okt 2022 11:02 • Uppfært 25. okt 2022 11:02
„Ég legg áherslu á að úttektin nái til áhrifa náttúruhamfara og afleiðinga þeirra á einstaklinga og lögaðila þegar náttúruhamfarir hafa valdið eignatjóni, rekstrartjóni eða tjóni á opinberum innviðum.“
Þetta segir Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Austurlands í færslu á Facebook. Þar kemur fram að Líneik hefur mælt að nýju fyrir tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara.
„Veður síðustu mánaða hafa enn frekar beint sjónum að mikilvægi slíkrar úttektar – t.d. telst fárviðri ekki til náttúruhamfara samkvæmt skilgreiningu laga og falla tjón af þeirra völdum því ekki undir tryggingar Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Þess vegna er margt óljóst um tryggingabætur eftir veðrið sem olli usla á Austurlandi í lok september,“ segir Líneik
Fram kemur að Alþingi bárust 10 umsagnir um tillöguna á síðasta þingi. Umsagnaraðilar ýmist fögnuðu tillögunni eða tóku heilshugar undir.
Í umsögn frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir m.a.: „Stjórn Náttúruhamfaratryggingar Íslands leggur til að stjórnsýsla mála sem lúta að hvers kyns náttúruhamförum og tjónum vegna þeirra verði einfölduð. Tryggð verði samfella og samræmi í afgreiðslu mála þeirra íbúa sem verða fyrir áfalli í kjölfar náttúruhamfara og réttindi þeirra skýrð frekar þar sem jafnræðis og meðalhófs verður gætt. Slíkt mun stuðla að hraðari endurreisn samfélagsins og flýta fyrir því að líf íbúa verði eðlilegt að nýju.“
Mynd: Facebook
„Veður síðustu mánaða hafa enn frekar beint sjónum að mikilvægi slíkrar úttektar – t.d. telst fárviðri ekki til náttúruhamfara samkvæmt skilgreiningu laga og falla tjón af þeirra völdum því ekki undir tryggingar Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Þess vegna er margt óljóst um tryggingabætur eftir veðrið sem olli usla á Austurlandi í lok september,“ segir Líneik
Fram kemur að Alþingi bárust 10 umsagnir um tillöguna á síðasta þingi. Umsagnaraðilar ýmist fögnuðu tillögunni eða tóku heilshugar undir.
Í umsögn frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir m.a.: „Stjórn Náttúruhamfaratryggingar Íslands leggur til að stjórnsýsla mála sem lúta að hvers kyns náttúruhamförum og tjónum vegna þeirra verði einfölduð. Tryggð verði samfella og samræmi í afgreiðslu mála þeirra íbúa sem verða fyrir áfalli í kjölfar náttúruhamfara og réttindi þeirra skýrð frekar þar sem jafnræðis og meðalhófs verður gætt. Slíkt mun stuðla að hraðari endurreisn samfélagsins og flýta fyrir því að líf íbúa verði eðlilegt að nýju.“
Mynd: Facebook