Skip to main content

Lýsa áhyggjum af vatnsöryggi Seyðfirðinga með Fjarðarheiðargöngum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. ágú 2022 14:03Uppfært 23. ágú 2022 10:47

Stjórn HEF veitna gerir tvær alvarlegar athugasemdir við framkomna umhverfismatsskýrslu vegna Fjarðarheiðarganga.

Fyrirtækið gerir athugasemd annars vegar við helgunarsvæði rannsóknar Vegagerðarinnar á lóð HEF að Melshorni og hins vegar nálægð gangamunna Seyðisfjarðarmegin við neysluvatnsból Seyðfirðingar.

Vatnsöflun fyrir Seyðisfjörð er erfið við bestu aðstæður samkvæmt nýlegri skýrslu EFLU þar að lútandi en úttekt á því kynnti verkfræðistofan í vor sem leið og er sú skýrsla samhljóða skýrslu RARIK frá árinu 2017 þess efnis að ekki sé hagkvæmt að setja upp miðlæga varmadælu sem nýtir varma úr sjó í bænum. Né heldur finnst þar neitt heitt vatn sem hægt væri að nýta.

Telur stjórn HEF að miðað við núverandi áætlanir varðandi gangagerðina muni þurfa bæði að gera athugasemdir við vinnslutillögur aðalskipulags beggja vegna ganganna auk þess sem þörf verður á mótvægisaðgerðum með því að gera nýtt inntak fyrir vatnsveitu í Fjarðará ofan áhrifasvæðis framkvæmda við Fjarðarheiðargöng.

Áætlanir um gerð Fjarðarheiðarganga milli Seyðisfjarðar og Héraðs eru langt komnar en þó á eftir áætlun því upphaflega var gert ráð fyrir fyrstu útboðum vegna gangagerðarinnar um þessar mundir. Kort Vegagerðin.