Skip to main content

Makríllinn út en síldin inn í staðinn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. sep 2022 09:30Uppfært 06. sep 2022 10:30

Síldarvertíðin er formlega hafin hjá Síldarvinnslunni (SVN) en Vilhelm Þorsteinsson EA kom til Neskaupstaðar aðfararanótt sunnudags með tæp 1300 tonn af norsk-íslenskri síld.

Síldarvinnsla í fiskiðjuveri fyrirtækisins hófst strax og löndun var lokið og segir skipstjórinn Birkir Hreinsson að um sé að ræða virkilega fallega átulausa síld og ekki hafi langt þurft að fara út.

„Hún fékkst á Héraðsflóanum eða norðantil á Glettinganesflakinu. Þetta er í reynd sami staður og við höfum helst veitt síldina undanfarin ár. Við stoppuðum aðeins fjórtán tíma á miðunum og tókum þrjú hol.“

Birkir segir í viðtali við vef SVN að síldina sé töluvert þægilegra við að eiga en makrílinn enda þurfi langa túra eftir makrílnum en svo virðist sem makrílvertíðin sé að fjara út.“