Mikið byggt af íbúðum í Múlaþingi.
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. okt 2022 08:21 • Uppfært 20. okt 2022 08:21
Mikill gangur er í nýbyggingu íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi, að því er segir á vefsíðu sveitarfélagsins.
Í yfirliti um stöðuna kemur fram að á Seyðisfirði eru 12 íbúðir í byggingu í tveimur raðhúsum við Vallagötu á Seyðisfirði nánar tiltekið á gamla fótboltavellinum. Búið er að steypa sökkla fyrir bæði húsin og má reikna með að veggir verði reistir á næstu dögum.
Í Fellabæ hafa verið steyptir sökklar fyrir tíu íbúða fjölbýlishús sem senn mun rísa við Selbrún rétt við nýja leikskólann sem opnaður var í vikunni.
Á Egilsstöðum eru átján íbúðir orðnar rúmlega fokheldar, í Ártúni, Lagarási og Klettaseli. Á Suðursvæðinu á Egilsstöðum eru komnar af stað framkvæmdir við níu íbúða fjölbýlishús og þrjú einbýlishús, að því er segir á vefsíðunni.
Við þetta má bæta að í vikunni var tekin skóflustunga að byggingu 18 íbúða sem verða í tveimur fjölbýlishúsum á Egilsstöðum.
Í Fellabæ hafa verið steyptir sökklar fyrir tíu íbúða fjölbýlishús sem senn mun rísa við Selbrún rétt við nýja leikskólann sem opnaður var í vikunni.
Á Egilsstöðum eru átján íbúðir orðnar rúmlega fokheldar, í Ártúni, Lagarási og Klettaseli. Á Suðursvæðinu á Egilsstöðum eru komnar af stað framkvæmdir við níu íbúða fjölbýlishús og þrjú einbýlishús, að því er segir á vefsíðunni.
Við þetta má bæta að í vikunni var tekin skóflustunga að byggingu 18 íbúða sem verða í tveimur fjölbýlishúsum á Egilsstöðum.