Mikið líf í Norðfjarðarhöfn í morgun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. okt 2022 12:15 • Uppfært 17. okt 2022 12:27
Mikið líf var í Norðfjarðarhöfn í morgun enda þrjú stór skip að landa afla þar á sama tíma.
Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnsluar. Þar segir að Börkur NK var kominn með 1.570 tonn af síld sem landað var til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Einnig var Beitir NK kominn með rúm 2.000 tonn af kolmunna sem landað var í fiskimjölsverksmiðjuna og ísfisktogarinn Vestmannaey VE var að landa fullfermi að auki.
Síldarafli Barkar fékkst í Syðri holu í Héraðsflóadýpinu í fjórum holum. Gert er ráð fyrir að 30% aflans sé íslensk sumargotssíld. Að sögn Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra sýnir síldin ekki á sér neitt fararsnið.
„Hún hringlar þarna á þessu svæði og það verður að segjast að þessi veiði er eins þægileg og hún getur verið,“ segir Hjörvar í samtali á vefsíðunni..
Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti, segir að kolmunnaaflinn hafi fengist í fimm holum. Minnsta holið var 240 tonn en það stærsta 540 tonn.
„Við hófum veiðarnar norðarlega í Rósagarðinum en færðum okkur suðureftir og vorum syðst í Rósagarðinum undir lokin. Þarna er dálítið ryk að sjá á köflum og ég geri ráð fyrir því að þessum veiðum verði haldið áfram þarna. Við eigum hins vegar að halda til síldveiða strax að löndun lokinni,“ segir Sturla í samtali á vefsíðunni.
Mynd: Smári Geirsson/svn.is.
Síldarafli Barkar fékkst í Syðri holu í Héraðsflóadýpinu í fjórum holum. Gert er ráð fyrir að 30% aflans sé íslensk sumargotssíld. Að sögn Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra sýnir síldin ekki á sér neitt fararsnið.
„Hún hringlar þarna á þessu svæði og það verður að segjast að þessi veiði er eins þægileg og hún getur verið,“ segir Hjörvar í samtali á vefsíðunni..
Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti, segir að kolmunnaaflinn hafi fengist í fimm holum. Minnsta holið var 240 tonn en það stærsta 540 tonn.
„Við hófum veiðarnar norðarlega í Rósagarðinum en færðum okkur suðureftir og vorum syðst í Rósagarðinum undir lokin. Þarna er dálítið ryk að sjá á köflum og ég geri ráð fyrir því að þessum veiðum verði haldið áfram þarna. Við eigum hins vegar að halda til síldveiða strax að löndun lokinni,“ segir Sturla í samtali á vefsíðunni.
Mynd: Smári Geirsson/svn.is.