Skip to main content

Mikið um dýrðir á Dögum myrkurs í Múlaþingi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. okt 2022 10:39Uppfært 28. okt 2022 10:42

Vetrarhátíðin Dagar myrkurs á Austurlandi hefst á mánudag og stendur yfir alla næstu viku. Þetta í 23. skipti sem hátíðin er haldin. Að venju verður mikið um dýrðir þessa daga og fjölbreytt dagskrá er í boði.


Á vefsíðu Múlaþings segir að Dagar myrkurs er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi sem hefur það að markmiði að leggja áherslu á viðburði sem hvetja til samveru íbúa og að við bjóðum hvert öðru uppá skemmtilega afþreyingu í skammdeginu.

„Gestir eru að sjálfsögðu velkomnir til að njóta með okkur. Hvatt er til þess að íbúar, félagasamtök og fyrirtæki búi til viðburði sem lýsa upp myrkrið, viðburði sem fela í sér rómatík, drauga, fornar hefðir í bland við nýjar. Hátíðin er í grunninn menningarhátíð og hafa fjölbreyttir menningarviðburðir verið í boði á þessum tíma ársins, allt frá árinu 2000,“ segir á vefsíðunni.

Dagar Myrkurs eru að einhverju leiti tengdir Hrekkjavöku, en leiða má rök að því að Hrekkjavakan sé í grunninn ekki bandarísk hátíð, heldur keltnesk og mögulega íslensk. Sagan segir að 31. október ár hvert, hafi Keltar haldið Hátíð hinna dauðu en þar voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsins og á þessum tíma tóku kuldinn og myrkrið við og dauðinn var allt umlykjandi – þetta voru einskonar áramót og þá var tími þar sem alls konar furðuverur fóru á kreik og menn gátu skynjað heimana að handan, séð drauga og álfa og spáð í framtíðina.

„Sambærileg hátíð var síðan haldin á Íslandi fyrir kristnitöku sem var kölluð Veturnætur. Á þessum tíma myndaðist einnig hefð fyrir því að kertum væri komið fyrir í útskornum rófum og næpum og ungir og aldnir fóru á milli húsa, klæddir búningum og með grímur. Þessi hátíð fluttist síðan til vesturheims með Keltum og þekkjum við hana í dag sem Hrekkjavöku.“

Fjölbreyttir viðburðir verða í Múlaþingi og á Austurlandi öllu en ítarlega er greint frá dagksránni í Múlaþingi á vefsíðunni mulathing.is

Mynd: mulathing.is