Móðurást fallegasta íslenska orðið

Orðið „móðurást“ var valið fallegasta orð íslenskrar tungu í kosningu á vegum Verkmenntaskóla Austurlands. Þetta var tilkynnt í morgun á sama tíma og skólinn tók á móti Grænfánanum í þriðja sinn.

Á Tæknidegi fjölskyldunnar, sem haldinn var í húsnæði skólans í byrjun október, var tekið á móti tilnefningum um fallegasta orðið í íslensku. Fjölmargar tilnefningar bárust og í kjölfarið var sett upp opin vefkönnun.

Í hana bárust um 500 atkvæði þar sem „móðurást“ varð hlutskarpast. Tilkynnt var um úrslitin á sal skólans í morgun á degi íslenskrar tungu.

Þar var haldin athöfn í tilefni þess að skólinn fékk Grænfánann, vottun á umhverfisstarfi skóla, afhentan í þriðja sinn og þess að skólinn lauk á árinu fimm grænum skrefum. Skólinn setur sér markmið í umhverfismálum til tveggja ára og fær grænfána ef þau nást.

Sem dæmi má nefna flokkun á rusli, miðar um að slökkva ljós, fataskiptasláin o.fl. Verkefnið græn skref hefur stutt við þetta og hafa ýmsar aðgerðir þaðan komið til framkvæmda, svo sem mæling á matarsóun, hleðslustöðvar fyrir rafbíla og hjólaskýli.

Frá athöfninni í morgun. Mynd: VA

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.