Skip to main content

Möguleg vindorkusvæði í Múlaþingi kortlögð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. sep 2022 11:05Uppfært 02. sep 2022 14:25

Verkfræðistofan EFLA hefur afhent Múlaþingi niðurstöður úttektar sinnar á mögulegum svæðum til vindorkuvinnslu innan sveitarfélagsins. Þetta er í fyrsta sinn hérlendis sem gerð er slíkt heildstæð úttekt fyrir heilt sveitarfélag.


Fjallað er um úttektina í Austurglugga vikunnar. Rekja má vinnuna til umræðu sem fór af stað samhliða því að Orkusölunni var heimilað að reisa tvær tilrauna vindmyllur við Lagarfossvirkjun.

Í úttektinni er tekið til ýmissa þátta svo sem nálægðar við mannvirki, verndarsvæði og vistfræðilega mikilvæg svæði. Lítið mat var lagt á sjónræn áhrif enda skorti til þess gögn. Að auki er stuðst við vindmælingar og landrými, en vindmyllur virka best á flatlendi.

Helstu niðurstöður eru þær að hluti Jökuldals og Jökuldalsheiði þykir vænlegur kostur. Fellin lítillega einnig og hluti Hróarstungu sömuleiðis. Stórt svæði á Fjarðarheiði er hentugur kostur sem og utanverður Seyðisfjörður, einnig hlutar Skriðdals að ógleymdum Héraðssöndunum.

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.