Skip to main content

Múlaþing verðlaunað fyrir jafnrétti

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. okt 2022 14:51Uppfært 17. okt 2022 16:18

,,Múlaþing tekur stolt þátt í þessu verkefni sem hefur það markmið að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja og stofnana“, segir Sigrún Hólm Þorleifsdóttir mannauðstjóri Múlaþings en sveitarfélagið hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í síðustu viku.


Jafnvægisvogarinnar er 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi, þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar hlutu viðurkenningar. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri og fjölgaði þeim þátttakendum sem hafa náð markmiðunum um 23 á milli ára.


Fjallað er um málið á heimasíðu Múlaþings. Þar segir Sigrún Hólm að viðurkenningin segir okkur að við hjá Múlaþingi erum að ná þeim markmiðum sem lagt er upp með. Hlutfallið hjá Múlaþingi er 50%, það er helmingur æðstu stjórnenda hjá Múlaþingi eru konur.

„Jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér heldur er ákvörðun, eins og segir í slagorði Jafnvægisvogarinnar. Með því að taka þátt í verkefninu tekur Múlaþing ákvörðun um jafnvægi milli kynja í æðstu stjórnunarstöðum,“ segir Sigrún Hólm.

Mikill vilji hefur verið hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum að vinna að jafnréttismálum þegar kemur að æðstu stjórnendum. Á árinu undirrituðu alls 47 fyrirtæki, 2 sveitarfélög og 8 opinberir aðilar viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Þátttakendur eru orðnir 209 talsins, að því að fram kemur á heimasíðunni.

„Fjölbreyttur mannauður hefur jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja sem og starfsánægju og frammistöðu í starfi, stuðlar að betri ákvarðanatöku og aukinni verðmætasköpun þar sem nýsköpun og vöxtur verður frekar í hópi fólks með ólíkar skoðanir og bakgrunn. Þátttakendur hafa þannig sýnt í verki að þau vilja virkja allan mannauðinn,“ segir einnig.

Mynd: Silla Páls/mulathing.is