Næringarfræðingur leiðbeinir kokkum SVN
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. okt 2022 11:54 • Uppfært 19. okt 2022 12:24
Í næstu viku verða haldin námskeið fyrir kokka og matráða hjá Síldarvinnslunni (SVN). Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í næringarfræði og ræddar leiðir til að tryggja að sá matur sem í boði er hjá fyrirtækinu sé hollur og næringarríkur.
Þetta kemur fram á vefsíðu SVN. Þar segir að kennarinn er Norðfirðingurinn Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, en hún er klíknískur næringarfræðingur, doktorsnemi og aðjúknt í næringarfræði við Háskóla Íslands. Námskeiðið er hluti af yfirstandandi heilsueflingarverkefni Síldarvinnslunnar.
Svo er þessari spurningu varpað fram: En verður þá ekkert nema grænkál og gulrætur í matinn hjá fyrirtækinu héðan í frá?
„Nei, alls ekki“, segir Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri í samtali á vefsíðunni. „Það er samt staðreynd að það sem við látum ofan í okkur getur haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og því er klárlega tilefni til að skoða hvað við erum að bjóða okkar fólki upp á. Við vijum tryggja að það séu sem oftast hollir og næringarríkir kostir í boði og að kokkarnir okkar, matráðarnir og sem flest starfsfólk hafi góðan skilning á grunnþáttum þegar kemur að mataræði.“
Fram kemur í máli Sigurðar að mikilvægt sé fá fagmanneskju til að fara yfir þetta með þeim og skemmtilegt að Norðfirðingar skuli einmitt eiga sprenglærðan næringarfræðing sem hægt er að leita til.
„Við ætlum að byrja á kokkum og matráðum, en svo verður líka almenn fræðsla fyrir allt starfsfólk sem mun fara fram á netinu eftir að við komum heim frá Gdansk,“ segir Sigurður. „Við verðum örugglega sérlega móttækileg fyrir efninu á þeim tímapunkti, mörg hver eflaust temmilega uppþembd eftir vellystingar og sukk í Póllandi. En að öllu gamni slepptu þá snýst þetta alls ekki um einhverjar öfgar heldur frekar gömlu góðu „allt er best í hófi“ nálgunina.“
Mynd: Berglind Lilja Guðlaugsdóttir./svn.is
Svo er þessari spurningu varpað fram: En verður þá ekkert nema grænkál og gulrætur í matinn hjá fyrirtækinu héðan í frá?
„Nei, alls ekki“, segir Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri í samtali á vefsíðunni. „Það er samt staðreynd að það sem við látum ofan í okkur getur haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu og því er klárlega tilefni til að skoða hvað við erum að bjóða okkar fólki upp á. Við vijum tryggja að það séu sem oftast hollir og næringarríkir kostir í boði og að kokkarnir okkar, matráðarnir og sem flest starfsfólk hafi góðan skilning á grunnþáttum þegar kemur að mataræði.“
Fram kemur í máli Sigurðar að mikilvægt sé fá fagmanneskju til að fara yfir þetta með þeim og skemmtilegt að Norðfirðingar skuli einmitt eiga sprenglærðan næringarfræðing sem hægt er að leita til.
„Við ætlum að byrja á kokkum og matráðum, en svo verður líka almenn fræðsla fyrir allt starfsfólk sem mun fara fram á netinu eftir að við komum heim frá Gdansk,“ segir Sigurður. „Við verðum örugglega sérlega móttækileg fyrir efninu á þeim tímapunkti, mörg hver eflaust temmilega uppþembd eftir vellystingar og sukk í Póllandi. En að öllu gamni slepptu þá snýst þetta alls ekki um einhverjar öfgar heldur frekar gömlu góðu „allt er best í hófi“ nálgunina.“
Mynd: Berglind Lilja Guðlaugsdóttir./svn.is