„Norðfirðingar bjartsýnir á lífið eftir göng“

Hvernig nýtum við sóknarfærin er yfirskrift málþings um samfélagsleg áhrif Norðfjarðarganga sem haldið verður í Egilsbúð á laugardaginn milli klukkan 10:00 og 12:00.



Málþingið er haldið af áhugafólki um Norðfjarðargöng og samstarfsaðilar eru Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupstað og Fjarðabyggð. Fundarstjóri er Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar. Í lok fundarins verða léttar veitingar í boði Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað.


„Nú er bara að koma að þessu“

Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN), er einn þeirra sem að málþinginu stendur.

„Hugmyndin með málþinginu er sú að verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að aðeins er ár í að göngin opni og því ekki seinna vænna að fara að huga að því ef við viljum gera einhverjar breytingar, bæði varðandi ásjónu bæjarins og þjónustu til framtíðar.

Ég held að við séum almennt ekki að átta okkur á því hve stutt er orðið í þetta, göngin er eitthvað sem fólk hefur haft svo lengi í huga sér í „fjarlægri framtíð“ en nú er bara að koma að þessu.

Það er bæði vörn og sókn í því að fá göngin, það er alltaf eitthvað sem á undir högg að sækja og því mikilvægt að fara að huga að þeim málum. Almennt séð eru Norðfirðingar bjartsýnir á lífið eftir göng og ég held að það eigi margt eftir að breytast til hins betra.“

Fjölmörg og áhugaverð erindi eru á dagskrá en hana má í heild sinni sjá hér.

Tölvugerð mynd af gangamunna Norðfjarðarganga Eskifjarðarmegin. (Vegagerðin) 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.