Norræna siglir ekki til Íslands um hávetur
Ferjan Norræna sem nú siglir vikulega allt árið á milli Íslands og Danmerkur með viðkomu í Færeyjum hættir á næsta ári siglingum til Íslands yfir háveturinn.
Þetta kemur fram á vefsíðu RUV sem vitnar í fréttavef færeyska Kringvarpsins. Þar segir að Smyril Line sem gerir út ferjuna hafi ákveðið að síðasta ferð fyrir vetrarhlé verði 22. nóvember og fyrsta ferð eftir hlé verði 20. mars.
„Þetta þýðir að ferjan gerir fjörurra mánaða hlé á siglingum frá og með næsta vetri. Fram kemur í Kringvarpinu að þetta sé gert til að draga úr eldsneytiseyðslu. Smiril Line gerir nú þegar út fragtskip og mum þau sjá um Seyðisfjarðarsiglingarnar á miðvikudögum. Norræna heldur áfram siglingum á milli Danmerkur og Færeyja en farþegarflutningar til Íslands yfir háveturinn leggjast af.,“ segir í frétt RUV
„Fleiri breytingar eru boðaðar til að minnka eldsneytiseyðslu, meðal annars að skipið sigli á minni ferð og staldri í staðinn styttra við í höfnum.
Við þetta má svo bæta að á vefsíðu Smyril Line kemur fram að þrátt fyrir breytingar hvað varðar minni eldsneytisneyslu stendur ekki til að gera frekari breytingar á áætlun Norrænu.