Ökumaður mótorhjóls slasaður eftir árekstur við Eyvindará

Ökumaður mótorhjóls var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað eftir árekstur við bifreið við brúna yfir Eyvindará við Egilsstaði í gærkvöldi.

Atvikið varð um kvöldmatarleytið í gær. Mótorhjólið og bifreiðin skullu saman þannig að ökumaður mótorhjólsins féll í götuna og hafnaði utan vegar.

Hann slasaðist en var með meðvitund. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi var hann fluttur til skoðunar og meðhöndlunar hjá lækni í Neskaupstað.

Útihús skemmdist töluvert í bruna við bæinn Staffell í Fellum eftir klukkan 18:00 í gær. Eldur kviknaði í gamalli bifreið sem verið var að gangsetja. Eldurinn barst yfir í útihús sem bíllinn stóð við. Slökkvistarf gekk vel en bíllinn er ónýtur og útihúsið talsvert skemmt eftir brunann.

Lögreglan hefur áhyggjur af hraðakstri í umdæminu. Síðastliðna tvo daga hafa 23 ökumenn verið kærðir fyrir að keyra of hratt. Sá sem hraðast ók mældist á 133 km/klst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.