Skip to main content

Öll starfsemi Zveskjunnar færð í Félagslund

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. ágú 2022 11:03Uppfært 17. ágú 2022 11:16

Öll starfsemi í félagsheimilinu Zveskjunni á Reyðarfirði verður færð í Félagslund í byrjun næsta mánaðar.

Þetta hefur staðið til í töluverðan tíma en flutningarnir er hluti af þeirri stefnu Fjarðabyggðar að nýta húsakost sveitarfélagsins á besta hugsanlega máta.

Húsnæði Zveskjunnar er mjög farið að láta á sjá og þarfnast töluvert kostnaðarsamra viðgerða. Þá þykir húsnæðið tiltölulega óhentugt undir frístundastarfsemi. Að sama skapi hefur húsnæði Félagslunds verið endurbætt heilmikið og margvísleg mismunandi starfsemi þar vel möguleg.

Flutningurinn var kynntur og ræddur sérstaklega við ungmenni í sveitafélaginu á liðnum vetri en Zveskjan hefur löngum verið athvarf unglinga á Reyðarfirði. Tóku bæði ungmennin sem og starfsfólk vel í áformin.