Olíuleki í Fjarðará
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. okt 2022 08:35 • Uppfært 17. okt 2022 08:36
Olíuleka varð vart í Fjarðará í Seyðisfirði um helgina. Olíubrákin var ekki mikil en sást greinilega. Búið er að stöðva lekann.
Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður í heimastjórn Seyðisfjarðar fjallaði um lekann í gærdag á Facebook síðunni um málefni Seyðisfjarðar.
„Búið er að finna orsök lekans og koma í veg fyrir hann,“ segir Margrét. „Um var að ræða leka úr gömlum olíutanki við Árstíg. Tilkynnt verður um málið til viðeigandi eftirlitsstofnana en aðgerðum er að öðru leyti lokið.“
Fleiri íbúar á Seyðisfirði tjáðu sig um málið á Facebook síðunni m.a. Gúa Hlífarsdóttir. Gúa segir: „Var einmitt að spá hvaðan þessi olíulykt kæmi þegar ég var á röltinu.“
Mynd: Facebook.