Skip to main content

Opið inn í Kverkfjöll

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. jún 2022 11:52Uppfært 27. jún 2022 11:55

Vegurinn inn í Kverkfjöll var opnaður um helgina. Enn er hins vegar ófært inn í Snæfell.


Þetta kemur fram í nýjustu uppfærslu á færð á hálendinu frá Vegagerðinni.

Um helgina var opnað inn í Kverkfjöll og Hvannalindir. Eins eru þær leiðir sem tengjast Öskusvæðinu til austurs opnar. Þessar leiðir eru allar aðeins færar fjórhjóladrifnum bílum.

Eina austfirska hálendisleiðin þar sem enn er akstursbann í gildi er leiðin frá Kárahnjúkum niður í Hrafnkelsdal.

Akstursbanni á leiðinni inn að Snæfelli hefur verið aflétt. Sá vegur er hins vegar merktur ófær. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var enn töluverður snjór þar þegar síðast spurðist til.