Opna Ars Longa á Djúpavogi formlega á laugardaginn kemur

Listasafnið Ars Longa á Djúpavogi verður formlega vígt á laugardaginn kemur með sýningunum Rúllandi snjóboltar og Tímamót en það kemur í hlut Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra að opna þær sýningar.

Báðar sýningar munu standa yfir sumartímann en fyrrnefnda sýningin er sérstakt samstarfsverkefni Ars Longa og kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar í borginni Xiamen í Kína en sýningin hefur verið sett upp árlega frá árinu 2013 á Djúpavogi.

Safnið sjálft er staðsett í svokölluðu Vogshúsi í utanverðum Djúpavogi en samkomulag varð um að nýta húsið undir safnið í liðnum marsmánuði. Grunnur safnsins eru fjölmörg verk Sigurðar Guðmundssonar sem á meðal annars heiðurinn af Eggjunum frægu í Gleðivík.

Í bakgrunni er Vogshús sem mun í framtíðinni hýsa samtímalistasafnið Ars Longa. Mynd Múlaþing

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.