Skip to main content

Opna Ars Longa á Djúpavogi formlega á laugardaginn kemur

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. júl 2022 09:21Uppfært 05. júl 2022 09:23

Listasafnið Ars Longa á Djúpavogi verður formlega vígt á laugardaginn kemur með sýningunum Rúllandi snjóboltar og Tímamót en það kemur í hlut Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra að opna þær sýningar.

Báðar sýningar munu standa yfir sumartímann en fyrrnefnda sýningin er sérstakt samstarfsverkefni Ars Longa og kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar í borginni Xiamen í Kína en sýningin hefur verið sett upp árlega frá árinu 2013 á Djúpavogi.

Safnið sjálft er staðsett í svokölluðu Vogshúsi í utanverðum Djúpavogi en samkomulag varð um að nýta húsið undir safnið í liðnum marsmánuði. Grunnur safnsins eru fjölmörg verk Sigurðar Guðmundssonar sem á meðal annars heiðurinn af Eggjunum frægu í Gleðivík.

Í bakgrunni er Vogshús sem mun í framtíðinni hýsa samtímalistasafnið Ars Longa. Mynd Múlaþing