Óska eftir myndum af upphafi eldsvoðans
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. sep 2022 17:52 • Uppfært 29. sep 2022 17:53
Lögreglan á Austurlandi óskar eftir ljósmyndum eða myndskeiðum sem sýna fyrstu andartök eldsvoðans í húsnæði Vasks á Egilsstöðum í gær.
Í tilkynningu frá lögreglu er óskað eftir myndefni sem teknar eru á svæðinu fyrir klukkan 16:30 í gær en útkall slökkviliðs var 16:26.
„Þetta er hluti af hefðbundinni vinnu til að reyna að átta sig á hvar eldurinn kemur upp og hvernig hann dreifist í kjölfarið,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn.
Rannsókn á vettvangi hófst seinni partinn í dag. Við handa nýtur lögreglan á Austurlandi aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérfræðinga frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
„Hún hefur gengið ágætlega. Vinnan er í gangi og við erum að glöggva okkur á hvað gerðist og hvers vegna.“
Þau sem telja sig eiga myndefni eru beðin um að senda tölvupóst á