Skip to main content

Papafjörður-Vigur tilnefnt á náttúruminjaskrá

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. okt 2022 10:19Uppfært 25. okt 2022 10:19

Svæðið Papafjörður-Vigur hefur verið tilnefnt á náttúruminjaskrá. Ástæðan er vernd fyrir seli á þessum slóðum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Svæðið, sem liggur suður af Djúpavogi, nær til sellátra í Papafirði, á skerjum utan við Papós og á eyjunni Vigur sem liggur 2,5 km frá fjörunni að Seleyri. Stærð þess er rúmir 34 km2.

Á vefsíðunni kemur fram að landselur og útselur kæpa í Papafirði ásamt skerjum þar fyrir utan og á eynni Vigur sem liggur 2,5 km utan við ósa Jökulsár í Lóni.

„Á svæðinu eru þekkt landselslátur þar sem fjöldi sela hefur verið yfir 400 og allt að 25,3% af öllum selum Suðurlands. Landsel hefur fækkað um 77,8% á svæðinu frá 1980,“ segir einnig.

„Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum við ósa Jökulsár í Lóni, á eynni Vigur og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram,“ segir m.a. um forsendur þessarar tilnefningar.

Mynd: ni.is