Skip to main content

Rafmagnslaust á Upphéraði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. sep 2022 18:47Uppfært 22. sep 2022 18:48

Ekki er enn vitað hvað varð til þess að rafmagn fór af stórum hluta innanverðs Fljótsdalshéraðs, öllum Fljótsdal, Völlum og hluta Fella, skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld.


Hjá bilanavakt Rarik fengust þær upplýsingar að ekki væri ljóst hvort slegið hefði út eða bilun komið upp. Reynt yrði að slá inn og komist rafmagn fljótt á aftur sé ekki bilun.

Sé það hins vegar reyndin muni rafmagnsleysið vara lengur. Viðgerðarflokkur er kominn í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.