Rafmagnslaust á Upphéraði

Ekki er enn vitað hvað varð til þess að rafmagn fór af stórum hluta innanverðs Fljótsdalshéraðs, öllum Fljótsdal, Völlum og hluta Fella, skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld.

Hjá bilanavakt Rarik fengust þær upplýsingar að ekki væri ljóst hvort slegið hefði út eða bilun komið upp. Reynt yrði að slá inn og komist rafmagn fljótt á aftur sé ekki bilun.

Sé það hins vegar reyndin muni rafmagnsleysið vara lengur. Viðgerðarflokkur er kominn í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.