Skip to main content

Rafmagnslaust í Breiðdal

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. sep 2022 17:18Uppfært 25. sep 2022 17:19

Bilun er í dreifikerfi raforku innan við Ásunnarstaði í Breiðdal. Raforka hefur verið óstöðug á Austurlandi í dag.


Samkvæmt upplýsingum af vef Rarik er verið að leita að uppruna bilunarinnar sem veldur rafmagnsleysi í bæðum norðum og sunnanverðum Breiðdal. Von er á að viðgerð taki nokkurn tíma en rafmagnið fór af um klukkan fimm. Skammvinnt rafmagnsleysi varð um svipað leyti á Seyðisfirði. Ljós flöktu víðar í fjórðungnum.

Rafmagn fór af öllu Austurlandi rétt fyrir klukkan eitt í dag. Skömmu fyrir klukkan fjögur var búið að koma því á aftur.

Orsök rafmagnsleysisins var útleysing á línunni milli Fljótsdalsstöðvar og álvers Alcoa sem síðar leiddi til keðjuverkunar sem endaði í því að rafmagnslaust varð allt frá Blönduósi suður að Höfn í Hornafirði. Á fjórða tímanum leysti línan milli Kröfu og Fljótsdals tvisvar út en leiddi ekki til rafmagnsleysis.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti liggur ekki fyrir hvað orsakaði hið víðtæka rafmangsleysi í dag. Við fyrstu sýn virðist það vera samverkandi þættir. Orsakirnar verða nánar greindar þegar um hægist en í dag hefur allt kapp verið lagt á að koma rafmagni á og halda því þannig.