Skip to main content

Rafmagnsstaur brotinn við Hvanná

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. sep 2022 19:25Uppfært 25. sep 2022 19:27

Straumlaust er fyrir innan bæinn Hvanná á Jökuldal eftir að staur í raflínu brotnaði þar í óveðrinu í dag. Unnið er að viðgerð í Breiðdal þar sem brak fauk í spenni.


Rafmagnslaust varð á öllum Jökuldal um klukkan sex í kvöld þegar staurinn gaf sig. Um klukkan hálf átta í kvöld náðist að tengja það sem til þurfti þannig hægt væri að hleypa rafmagni á utanverðan dalinn.

Viðgerðarflokkur Rarik er á staðnum en væntanlega þarf að skipta um staur til að koma rafmagn á aftur. Þegar aðstæður hafa verið metnar betur verður á vef Rarik gefið út hve langan tíma áætlað er að viðgerð taki.

Rafmagnslaust hefur verið í sunnanverðum Breiðdal innan við Ásunnarstaði frá því um klukkan fimm í dag. Járnplata fauk þar í spenni. Veður hamlar þar viðgerð en freista á þess að ná plötunni niður.

Af Jökuldal. Mynd úr safni.