Raforkukerfið á leið inn aftur
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. sep 2022 13:20 • Uppfært 25. sep 2022 13:22
Starfsfólk Landsnets er nú að keyra afl upp aftur á dreifikerfið eftir að rafmagn fór af hálfu landinu rétt fyrir klukkan eitt í dag.
Klukkan 12:22 varð útleysing á Fljótsdalslínu 4 sem flytur rafmagn úr Fljótsdalsstöð yfir í álver Alcoa á Reyðarfirði. Við það fór af stað keðjuverkun í raforkukerfinu sem endaði með því að 25 mínútum síðar fór rafmagn af svæðinu frá Blöndu að Höfn í Hornafirði.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er verið að byggja kerfið upp aftur og vonast til að það taki ekki langan tíma. Það er þó enn óvíst þar sem ekki er vitað hvað varð til þess að Fljótsdalslínan leysti út.