Skip to main content

Rarik fagnar regninu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. sep 2022 13:13Uppfært 30. sep 2022 13:14

Starfsmenn Rarik vonast til að það versta sé afstaðið í raforkutruflunum á Austfjörðum eftir að rigna tók í gærkvöldi. Við það skolast selta, sem valdið hefur miklum vandræðum í vikunni, af raflínum og búnaði.


Í svari frá Rarik við fyrirspurn Austurfréttar kemur fram að seltan hafi sest á einangrara og annað búnað og valdið skemmdum. Meðal annars hafi kviknað í raflínustaurum.

Allur vinnuflokkur Rarik hefur verið að störfum í vikunni við að hreinsa seltu og gera við bilanir. Það hafi verið mjög krefjandi og tímafrek vinna.

Verst hefur ástandið verið í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Hamarsfirði. Þar hefur verið mikið flökt á rafmagni frá mánudegi og þar til í gær. Við viðbótar voru vandræði á línu Landsnets frá Teigarhorni í Berufirði að Hólum í Hornafirði vegna seltu.

Í gær byrjaði að rigna og við það hreinsast seltan af þannig vonast er til að það versta sé afstaðið. Ljóst er þó að einhverjar skemmdir þarf að laga á næstu dögum og vikum sem valdið geta viðbótarrafmagnsleysi á þessum svæðum.

Mynd: Rarik