Skip to main content

Rauð viðvörun fyrir Austurland

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. okt 2022 13:29Uppfært 08. okt 2022 13:32

Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austurland að Glettingi á morgun. Búist er við talsverði slyddu eða snjókomu og hvassviðri. Óttast er um ísingu á raflínur og vegum verður lokað. Fólki er ráðlagt að tryggja eigið öryggi meðan veðrið verður sem verst með að halda sig heima.


Appelsínugul viðvörun tekur gildi á hádegi á morgun og gildir fram til klukkan fimm síðdegis. Á þeim tíma er spáð norðvestan 15-25 m/s með mikilli rigningu eða slyddu í byggð en snjókomu til fjalla. Miklar líkur eru á að færð spillist og ekkert ferðaveður verði. Fólki er þess vegna ráðlagt að ganga vel frá utandyra og koma búfénaði í skjól.

Rauða viðvörunin tekur gildi klukkan fimm og stendur til eitt eftir miðnætti. Á þeim tíma er spáð norðvestan 20-28 m/s með mjög mikilli rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli en annars snjókomu. Ekkert ferðaveður verður heldur en fólki bent á að tryggja eigið öryggi.

Frá klukkan eitt um nóttina til níu á mánudagsmorgun er appelsínugul viðvörun í gildi vegna norðvestan 18-25 m/s með mikilli úrkomu sem fellur sem slydda við ströndina en annars snjókoma. Áfram verður vart ferðaveður og búfénaður þyrfti að vera í skjóli.

Fyrir Austfirði hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun frá klukkan sjö annað kvöld til níu á mánudagsmorgunn. Á þeim tíma er spáð norðvestan 20-28 m/s með vindhviðum yfir 35 m/s. Hvassast verður syðst á svæðinu. Talsverð snjókoma og skafrenningur til fjallvega sem líklega spillir færð enda verður vart nokkurt ferðaveður. Tryggja þarf muni utandyra og koma búfénaði í skjól.

Landsnet er með viðbúnað vegna veðurs. Búist er við áraun vegna ísingar á línur á Norður og Austurlandi meðan viðvaranirnar eru í gildi en einnig vegna seltu, einkum í Hamarsfirði og Berufirði.

Í tilkynningu frá almannavörnum á Austurlandi segir að gangi spárnar eftir muni færð byrja að spillast á vegum á Norðausturlandi strax í fyrramálið. Vegagerðin loki þá Möðrudalsöræfum og fleiri fjallvegum, svo sem Vatnsskarði og Hellisheiði eystri. 0

Norðvestan 15-25 m/s með mikilli rigningu eða slyddu, en snjókomu á fjallvegum. Miklar líkur eru á að ísing setjist á raflínur. Fólki er bent á að ganga vel frá utandyra og koma búfénaði í skjól. Miklar líkur á að færð spillist og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Reiknað er með minni úrkomu á fjörðum en vel fylgst með því. Sem fyrr segir verður veðrið skaplegra fyrri hluta morgundagsins sunnar á Austfjörðum en þar hvessir þegar líður á. Þá má því einnig reikna með lokun vega. Veðrið gengur niður þegar líður á mánudagsmorgunn.

Íbúar eru hvattir til að vera ekki á ferðinni meðan veður gengur yfir, huga að lausamunum og tryggja.