Reiknað með allt að 50 mm úrkomu á Seyðisfirði

Veðurstofa Íslands spáir allt að 50 mm úrkomu á Seyðisfirði næsta sólarhringinn. Hagstæð vindátt dró úr rigningunni í gær.

Þetta kemur fram í yfirliti dagsins frá ofanflóðadeild Veðurstofunnar. Þar segir að 15 mm úrkoma hafi mælist síðasta sólarhringinn, um helmingur þess sem spáð var. Hagstæð vindátt varð til þess að úrkoman skilaði sér ekki.

Vonast er til að vindur verði áfram úr austri eða suðaustri sem dragi úr líkunum á að versta rigningarspáin rætist.

Engar hreyfingar hafa mælst á fjallshlíðinni í mælitækjum síðan um síðustu helgi. Vatnsstaða í borholum er há þótt hún hafi aðeins lækkað í sumum en staðið í stað í öðrum síðasta sólarhring.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.