Skip to main content

Rubix hlýtur gulleinkunn frá EcoVadis 2022

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. nóv 2022 14:50Uppfært 07. nóv 2022 14:50

Rubix, sem hefur aðra af tveimur starfsstöðvum sínum hérlendis á Reyðarfirði, hlaut nýverið sína fyrstu gulleinkunn á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni í úttekt EcoVadis.


„Gull er frábær niðurstaða. Vinnu okkar er þó hvergi nær lokið heldur einfaldlega hvatning til að gera enn betur í framtíðinni. Við munum halda áfram að einbeita okkur að því að draga úr áhrifum á umhverfið, finna tækifæri til umbóta, stuðla að bættri frammistöðu í samfélagslegri ábyrgð og jákvæðu framlagi til samfélagsins í heild sinni“, segir Brynja Vignisdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Rubix á Íslandi í tilkynningu.

Þar kemur fram að úttektin sé ítarleg og nái til frammistöðu fyrirtækja um allan heim umhverfis-, félags- og stjórnunarsviðum. Með viðurkenningunni sé Rubix í flokki 2% fyrirtækja í sinni atvinnugrein sem þykja skara fram úr á sínu sviði.

Rubix er leiðandi fyrirtæki í Evrópu í sölu á varahlutum og iðnaðarvörum til viðgerða og rekstrar. Það er með 650 starfsstöðvar í 23 löndum í Evrópu. Hérlendis starfa um 70 manns hjá fyrirtækinu á tveimur stöðum, annars vegar Reyðarfirði þar sem álverið er þjónustað en einnig í Kópavogi. Þar er verslun sem öllum er opinn auk skrifstofu, vöruhúss og verkstæðis fyrir starfsemi um allt land.

Frá aðstöðu Rubix á álverslóðinni á Reyðarfirði. Mynd: Rubix