Skip to main content

SAK krefst úrbóta á sérlæknaþjónustu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. okt 2022 09:18Uppfært 24. okt 2022 09:18

Samband austfirskra kvenna (SAK) lýsir áhyggjum sínum af skorti á sérgreinalæknum og skorar á heilbrigðisyfirvöld að tryggja órofna þjónustu þeirra á Austurland.

Þetta kemur fram í ályktun á aðalfundi SAK sem haldinn var í Tungubúð Hróarstungu um helgina. Þetta er í 95. sinn sem fundurinn er haldinn.

Ályktunin hljóðar svo: „Aðalfundur SAK (sambands austfirskra kvenna) ... lýsir áhyggjum sínum af skorti á sérgreinalæknum, eins og skurðlæknum og svæfingarlæknum innan fjórðungsins. Aðalfundurinn skorar á heilbrigðisyfirvöld að tryggja órofna skurðlæknis- og fæðingarþjónustu á Austurlandi.“

Mynd: Hópurinn sem sat aðalfundinn. Mynd: Aðsend.